STÓRI PLOKKDAGURINN SUNNUDAGINN 28. APRÍL

• Mosfellsbær: Rótarý plokkar kl. 13 hist við Rótarýlundinum við Skarhólabraut

• Reykjavík, Grafarvogur: Rótarý plokkar Grafarvoginn sjálfan kl. 10-12. Setning - hist fyrir neðan NINGS

• Reykjavík, Breiðholt: Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt kl 11 við Gerðuberg. Pylsupartý á eftir.

• Reykjavík, Árbær-Norðlingaholt: Rótarý plokkar 13.30-16 hittast við Ársel. Pulsugrill og gos á eftir.

• Reykjavík, Rótarýklúbbur Reykjavíkur plokkar Öskjuhlíð kl. 11 hittast við Nauthól.

• Kópavogur: HK-ingar plokka milli 11 og 13 við Kórinn og nærumhverfi. Veitingar á eftir.

• Garðabær: Rótarý Hof og Garðar plokka kl. 12-14 við Vífilstaði. Pulsugrill á eftir.

• Garðabær: Sjálandsskóli plokkar við skólann kl. 14. Ís á eftir.

Álftanes: Rauði Krossinn og Forsetinn plokka Álftanesið

• Hafnarfjörður:  Rótarý plokkar kl. 10-12 við Sólvang,Lækjarskóla og Lækinn. Kaffi og kleinur á eftir.

• Hafnarfjörður: Rótarý Straumur plokkar milli 10 og 12 í miðbænum.

Vestfirðir

• Tálknafjörður: Tálknafjarðarskóli plokkar kl 13 á Lækjartorgi. Kökur og drykkir á eftir

Norðurland

• Akureyri: Rótarý plokkar milli 10-12 hittast við Leirunesti

Norð-Austurland

• Kelduhverfi: Rótarskot í Norðaustri plokkar 13-15 fjöruna við Fjallahöfn. Vöfflukaffi á eftir.

Austurland

• Stöðvarfjörður: Plokkað kl 11 hittast við Grunnskóla Stöðvarfjarðar. Grill á eftir.

Suðurland

• Selfoss: Rótarý plokkar kl.13-15 vestast á Suðurhólum. Hist við Háheiði 2.

• Hveragerði: Plokkað kl. 10 og hist við Lystigarðin

• Eyrarbakki: Plokkað kl 10 og hist við Olís sjoppuna

PLOKKAÐ Í MAÍ

• Egilsstaðir: Rótarý plokkar 11. maí, milli 10-12. Pylsur og safar í Tjarnargarðinum á eftir.

• Neskaupstaður: Rótarý plokkar 16. maí milli 17-19 nóg af plokkurum og pokum á staðnum.

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi.

Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma. Þannig er öllum heimilt að nota merki dagsins og myndefni tengt honum til kynningar á verkefnum tengdum plokki og umhverfishreinsun.

Allir mega stofna viðburði á Stóra Plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi.

Hægt er að nálgast merki Plokk dagsins hér að neðan og öllum er heimilt að nota það sér að kostnaðarlausu.

Sveitafélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að með frágang, flokkun eða urðun á hverjum stað fyrir sig.

plokk@plokk.is