Stóri Plokkdagurinn

STÓRI PLOKKDAGURINN ER 24. APRÍL 2021

Stóri plokkdagurinn verður haldin laugardaginn 24. apríl en það verður í fjórða sinn sem dagurinn er haldin hátíðlegur. Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á samfélagsmiðinum Facebook þar sem um sjö þúsund meðlimir deila myndum af sínu plokki og sinni útivist. Þar er plokktímabilið 2021 sannarlega hafið. Þrátt fyrir samkomubann í fyrra tókst dagurinn frábærlega og nú er unnið að skipulagi plokks um allt land þennan síðasta laugardag aprílmánaðar.

Grímulaust umhverfi

„Það er gaman að því að eftir að ný lög um plastpoka tóku gildi þá sjá plokkarar breytingu í umhverfinu til hins betra hvað það varðar. Stóra iðnaðarplastið er þó ennþá alltof áberandi í umhverfinu okkar og þegar grímu- og hanskanotkun varð almennari sem vopn í baráttunni við Covid hefur hvort tveggja hrannast upp í umhverfinu okkar. Þess vegna tileinkum við Stóra plokkdaginn í ár Grímulausum áróðri,“ segir Gunnella Hólmarsdóttir, verkefnisstjóri Stóra plokkdagsins í ár.

Smærri samkoma í samkomubanni

Samkomubann er alveg upplagt til þess að plokka því það er frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á nein tæki nema ruslapoka. Allsstaðar um landið eru öflugustu plokkararnir okkar þó löngu byrjaðir og hægt er að fylgjast með afrekum þeirra í þágu umhverfisins og samfélagsins á Faceook síðu Plokk á Íslandi.

PLOKKUM Í SAMKOMUBANNI

 • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
 • Einstaklingsmiðað
 • Hver á sínum hraða
 • Hver ræður sínum tíma
 • Frábært fyrir umhverfið
 • Fegrar nærsamfélagið
 • Öðrum góð fyrirmynd

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

 • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
 • Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
 • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
 • Klæða sig eftir aðstæðum.
 • Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
 • Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
 • Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
 • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Vertu breytingin sem þú vilt sjá

Um áraraðir hef ég dáðst af Tomma Knúts vini mínum í Bláa Hernum og kraftinum í honum þegar kemur að því að þrífa strandlengju landsins. Það sama má segja um Eyþór Hannesson á Egilsstöðum sem er í raun fyrsti alvöru plokkarinn á Íslandi sem skokkar og týnir upp rusl og komst fyrir það… 

Sjá nánar

Vertu ekki í rusli

plokk@plokk.is

Slástu í för með Okkur