Stóri Plokkdagurinn

Sunnudaginn 30. apríl 2023

STÓRI PLOKKDAGURINN ER Á SUNNUDAG
ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA PLOKKA REGLULEGA UM ALLT LAND

Stóri Plokkdagurinn er  á sunnudaginn 30. apríl en hann hefur á nokkrum árum orðið einn af íslensku vorboðunum. Dagurinn er alla jafna er hann haldin síðustu helgina í apríl en sá tími hentar vel því þá er vorið komið á fleygiferð, snjór horfin úr byggð og plast og pappírs rusl sem lifað hefur veturinn af án þess að fjúka út í sjó býður hreinlega eftir því að verða bjargað og sent á viðeigandi stofnun. Langflest sveitarfélög landsins taka þátt í verkefni og Plokk á Íslandi er með sjálfboðaliða um allt land sem eftir fremsta megni að styðja þá sem vilja taka þátt en fegurðin í plokkinu fellst einna helst í því hversu einfalt og sjálfbært það er í raun og veru að taka þátt.

Allir mega vera með og mega nota merki dagsins Allir mega stofna viðburði á Stóra Plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi á heimasíðu verkefnisins www.plokk.is . Plokk á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að láta plokkið sig varða og taka þátt. Hvetjum fólk til þátttöku bæði heima í hverfi eða við næstu stóru umferðarmannvirki allt eftir tíma og getu.Deginum er verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10:00 að morgni og sú síðari klukkan 13:00. Öllum er frjálst að taka þátt í hluta skipulagðra aðgerða eða deginum öllum, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar inn á PLOKK Á ÍSLANDI á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna.

Gunnella Hólmarsdóttir er talsmaður Stóra Plokk dagsins.
Gunnella er ötull plokkari og rekur líka instagram svæðið “hreinsum jörðina” og hún hefur verið driffjöður hreinsunar verkefna bæði í Hafnarfirði þar sem hún býr og víðar. “Það sem fær mig til að langa til að plokka og hreinsa til er fyrst og fremst þakklæti. Ég er svo þakklát fyrir að fá að vera til á þessari jörð og þakklát fyrir allt það sem nàttúran gefur mér. Alla sýna fegurð, næringu og orku. Mig hefur alltaf þótt mikilvægt að hafa áhrif og láta gott af mér leiða og með því að fara út og taka til eða plokka þá líður mér eins og ég sé að þakka jörðinni fyrir.”

Nánari upplýsingar veitir Einar Bárðar 618 9000

En miklu Skemmtilegri viðmælendur fyrir fjölmiðla í kringum stóra plokk daginn eru …

Gunnella Hólmarsdóttir leikari og talsmaður Plokks á Íslandi

Örlygur Sigurjònsson Grímu-gómari 841 1002

Svavar Hávarðsson ofurplokkari 863 9323

Tómas “Tommi Knúts” Knútsson

Blái Herinn 897 6696

Veiga Grétarsdóttir Náttúruafl 853 3814

SÍMASKRÁ ANNARRA ÞUNGAVIKTAR PLOKKARA

6909413 – Björg Fríður Freyja – ein þeirra sem var byrjað að plokka löngu áður en það hét að plokka

824 7620 – Hjalti Björnsson leiðsögumaður og fimmtán poka maður

8612135 – Sigurður Ásbjörnsson “fimmtán poka maður”

694 4093 – Vigfús Eyjólfsson sem hreinsar mikið í kringum Ölfusá og ósinn “fimmtán poka maður”

8605727 – Árni Guðmundsson sem hefur einbeitt sér að vatnasvæðum Elliðaár “Fimmtán poka maður”

Almennt um plokkið
Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir stormasaman vetur.

SJÖ FRÁBÆRAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ PLOKKA

 • PLOKKIÐ ER: Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
 • PLOKKIÐ ER: Einstaklingsmiðað
 • PLOKKIÐ ER: Hver á sínum hraða
 • PLOKKIÐ ER: Hver á sínum tíma
 • PLOKKIÐ ER: Frábært fyrir umhverfið
 • PLOKKIÐ ER: Fegrar nærsamfélagið
 • PLOKKIÐ ER: Öðrum góð fyrirmynd

PLOKK-RÁÐ

 • 1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
 • 2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
 • 3. Útvega sér glæra ruslapoka, hanska og plokktöng.
 • 4. Klæða sig eftir aðstæðum.
 • 5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
 • 6. Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
 • 7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
 • 8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Hvert förum við með plokkið …
Reykjavíkurborg hvetur íbúa til að fara með afrakstur plokksins í vel lokuðum, glærum pokum á endurvinnslustöðvar Sorpu. Einnig minnum við á ábendingavef Reykjavíkurborgar abendingar.reykjavik.is.

Gámar frá Íslenska Gámafélaginu
fyrir plokk í glærum pokum verða staðsettir við eftirfarandi Húsasmiðju verslanir Húsasmiðjan Skútuvogi Húsasmiðjan Selfossi Húsasmiðjan Akureyri

Gámar frá Íslenska Gámafélaginu
fyrir plokk í glærum pokum verða staðsettir við eftirfarandi Krónu verslanir Krónan Bíldshöfða Krónan Flatahrauni Krónan Granda Krónan Mosfellsbæ Krónan Vallakór

Gámar fyrir plokk í glærum pokum verða staðsettir við eftirfarandi Orku stöðvar Orkunni Dalvegi Orkunni Suðurufelli Orkunni Suðurströnd Orkunni Kleppsvegi

Vertu breytingin sem þú vilt sjá

Um áraraðir hef ég dáðst af Tomma Knúts vini mínum í Bláa Hernum og kraftinum í honum þegar kemur að því að þrífa strandlengju landsins. Það sama má segja um Eyþór Hannesson á Egilsstöðum sem er í raun fyrsti alvöru plokkarinn á Íslandi sem skokkar og týnir upp rusl og komst fyrir það… 

Sjá nánar

Vertu ekki í rusli

plokk@plokk.is

Slástu í för með Okkur