TILKYNNUM SÓÐASKAP

Heilbrigðiseftirlitin eru rétti vettvangurinn til að tilkynna fyrirtæki sem eru með mengandi eða sóðalegri umgengni. Til dæmis byggingaverktaka sem ekki ganga frá einangrunar plasti eða kork sem svo fýkur um allt næsta nágrenni. Mengandi véla og bílahræ. Fyrirtæki sem skila af sér sorpi í gáma eða tunnur sem ekki halda vindi, opnast eða jafnvel detta þannig að ruslið úr þeim fýkur um allt líka.

Sveitarfélögin eiga að gera athugasemdir við íbúa eða starfsemi fyrirtækja og svo ekki sé minnst á þeirra eigin eignir eða starfssemi sem ekki standast kröfur okkar um umgengni.

LEIÐBEININGAR TIL AÐ TAKA Á FYRIRTÆKJUM SEM STUNDA SUBBU- OG SÓÐASKAP, Í STAÐ ÞESS AÐ RÖFLA UM ÞAU Á FACEBOOK.
Best er að byrja öll slík tölvubréf á eftirfarandi setningu og þið megið afrita þessa og líma í ykkar pósta …

Til þeirra er málið varðar:

Með vísan í reglugerð 550/2018 um losun frá atvinnustarfsemi og mengunareftirlit og þá sérstaklega er varðar ábyrgð eftirlitsaðila Í 58 gr. reglugerðarinnar þar sem segir “Eftirlitsaðili skal hafa eftirlit með atvinnurekstri, sbr. I., VII., IX. og X. viðauka til að tryggja að farið sé að skilyrðum fyrir viðkomandi starfsemi. Komi fram frávik skal eftirlitsaðili krefja rekstraraðila um úrbætur sem eftirlitsaðilinn telur nauðsynlegar og fullnægjandi.” Þá er vilji minn með þessu bréfi að benda á að fyrirtækið XXX til heimilis að XXX er ekki að uppfylla lagalegar skyldur sínar og það er grunur minn að það sé brot á starfsleyfi þeirra.

… svo lýsið þið stuttlega og öfgalaust ástæðunni eða ástandinu. Í lok á lýsingunni gætuð þið óskað þess að Heilbrigðsteftirlitið grípi tafarlaust til aðgerða hjá viðkomandi fyrirtæki.

Sanngjarnt væri að hafa fyrirtækin, eigendur eða stjórnarfólk í CC ef hægt er. Hér eru svo slóðir á flest heilbrigðis eftirlit landsins.

Reykjavík: www.reykjavik.is/thjonusta/heilbrigdiseftirlit-reykjavikur og heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is

Hafnarfjörður: www.heilbrigdiseftirlit.is og netfang hhk@heilbrigdiseftirlit.is

Kópavogur: www.heilbrigdiseftirlit.is og netfang hhk@heilbrigdiseftirlit.is

Garðabær: www.heilbrigdiseftirlit.is og netfang hhk@heilbrigdiseftirlit.is

Mosó, Seljarnarnes og Kjós: www.eftirlit.is og netfangið eftirlit@eftirlit.is

Austurland: www.haust.is og netfang haust@haust.is

Vertu breytingin sem þú vilt sjá

Um áraraðir hef ég dáðst af Tomma Knúts vini mínum í Bláa Hernum og kraftinum í honum þegar kemur að því að þrífa strandlengju landsins. Það sama má segja um Eyþór Hannesson á Egilsstöðum sem er í raun fyrsti alvöru plokkarinn á Íslandi sem skokkar og týnir upp rusl og komst fyrir það… 

Sjá nánar

Vertu ekki í rusli

plokk@plokk.is

Slástu í för með Okkur