HVAÐ ER PLOKK

Plokk á Íslandi er hópur einstaklinga sem bera virðingu fyrir umhverfinu og hafa það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi.

Hópurinn á sitt eigið svæði á Facebook og telja meðlimir þess tæplega 7000 manns. Þar deila meðlimir sigrum og áskorunum í umhverfismálum og þar hvetja meðlimir hvor aðra til dáða og birta myndir af rusli sem tekið hefur verið úr náttúrunni og fært á viðeigandi stofnanir.
Plokk á Íslandi árlega fyrir Stóra Plokkdeginum í lok apríl og hefur gert það frá árinu 2018. Mörg hundruð stórir ruslapokar skila sér á rétta staði og furðulegustu hlutir finnast í náttúrunni. Forseti Íslands, forsetafrúin og umhverfissáðaherra hafa tekið þátt í deginum frá 2019 enda annálaðir plokkarar öll.

GÓÐ PLOKK RÁÐ

1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.

2. hvetja aðra til að vera með

3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.

4. Klæða sig eftir aðstæðum.

5. Koma afrakstrinum á endurvinnslustöð eða í öruggar tunnur eða gáma sem ekki fjúka eða fýkur uppúr.

6. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.

7. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til lögreglu svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

8. Munum að ALLT plokk skiptir máli. Þó þú takir bara einn tóman plast poka uppúr jörðinni á bílastæði við stórmarkað eða einnota hanska úr rjóðri eða runna þá ertu að gera gera gagn og það skiptir máli !

9. Við erum 7000 félagar í Plokk á Íslandi og ef allir taka einn einnota kaffibolla upp úr jörðinni á dag þá eru það 7000 bollar á dag sem gera 210.000 bollar á mánuði og já … það eru rúmlega 2.5 milljón bolla á ári.

 

Tilkynnum sóðaskap

Heilbrigðiseftirlitin eru rétti vettvangurinn til að tilkynna fyrirtæki sem eru með mengandi eða sóðalegri umgengni. Til dæmis byggingaverktaka sem ekki ganga frá einangrunar plasti eða kork sem svo fýkur um allt næsta nágrenni. Mengandi véla og bílahræ. Fyrirtæki sem skila af sér sorpi í gáma eða tunnur sem ekki halda vindi, opnast eða jafnvel detta þannig að ruslið úr þeim fýkur um allt líka.

Vertu breytingin sem þú vilt sjá

Um áraraðir hef ég dáðst af Tomma Knúts vini mínum í Bláa Hernum og kraftinum í honum þegar kemur að því að þrífa strandlengju landsins. Það sama má segja um Eyþór Hannesson á Egilsstöðum sem er í raun fyrsti alvöru plokkarinn á Íslandi sem skokkar og týnir upp rusl og komst fyrir það… 

Sjá nánar

Vertu ekki í rusli

plokk@plokk.is

Slástu í för með Okkur